Umhverfislæsi - Að skynja og skilja hið manngerða umhverfi

Umhverfislæsi - Að skynja og skilja hið manngerða umhverfi

Markmið með hugmyndinni er að auka skilning og skynjun barna á nánasta umhverfi sitt. Við búum öll í húsum og notum þau til ýmissa athafna, en af hverju eru þau eins og það eru? Hvað gerir rými að góðu rými, bæði hin pósitífu og negatífu (inni og úti)? Börn fengju tækifæri á að rannsaka á abstrakt hátt efni, áferð, hlutföll, mælikvarða og sögu hins byggða umhverfis, en það eru þættir sem við skynjum flest ómeðvitað í okkar daglega lífi.

Points

Gríðarlega mikilvægur punktur. Læsi á umhverfi er stór hluti af menntun barna. Líka mikilvægt fyrir þau að skilja að stór hluti þess umhverfis sem við búum í er manngerður, það þýðir að gatan sem þau ganga þegar þau fara í skólann var einu sinni pennastrik á blaði, þ.e. umhverfi þeirra er manngert en ekki náttúrulögmál. Með betri meðvitund um byggða umhverfið sköpum við betri borgir og betra samfélag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information