það þarf að hreinsa miðborgina okkar oftar, betur, alltaf. Sópa, taka rusl og laga það sem er bilað eða brotið. Hreinsa veggjakrot jafnóðum og halda almenningsgörðum snyrtilegum. Þessi vakt þarf að vera alla daga ársins. Getum ekki lokað augunum fyrir þessu eða horft upp í loft. Einnig þarf aftur að fjölga sorphirðudögum við íbúðahús. Rusl fýkur um allt og yfirfullar tunnur ekki mjög fögur sjón.
þegar borgin er drusluleg, skítug og útkrotuð gengur fólk verr um. Vindur upp á sig og versnar æ meir. Erum líklega í toppi núna, mjög illa hirt borg og til skammar. Ekki gott fyrir íbúa eða gesti, sem eru mjög margir. þarf að sinna alla daga ársins, ekki bara yfir hásumarið.
Það er ryk, rusl, brotnar flöskur / glös, matarleyfar, ælur og fl. í miðborginni okkar, þar með á grasvelli og í kringum Austurbæjarskóla. Svo er veggjakrot úr um allt. Þetta skiptir borgarbúa máli og auðvitað er þetta einnig andlitið útávið gagnvart ferðamönnum. Við viljum varla láta kalla okkur sóða. Það ætti einnig að vera sjálfsagt að hver íbúi þrífi rusl fyrir utan eigið heimili. - Svo er borgin alls ekki nógu íbúðarvæn lengur.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Of mörg hótel á smáum bletti og háhýsi sem birgja náttúrusýn sem er / var sérstök.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation