Banna vespur á göngustígum

Banna vespur á göngustígum

Herða þarf reglur og eftirlit með vespum á göngustígum og þá sérstaklega bensínvespum þar sem af þeim stafar mikill hávaði. Umferð þessara tækja á göngustígum í Breiðholti er löngu komin útfyrir öll velsæmismörk, mikið af unglingum þeysist um á þessum græjum, tvímenna jafnvel á hjól sem eru einungis gerð fyrir einn, og aka alltof hratt miðað við aðstæður og getu. Til að byrja með væri hægt að setja einhverskonar "hraðahindranir" á göngustígana, grindur eins og finnast víða við gangbrautir t.d. til að hægja á vespunum og auka öryggi gangandi fólks og barna.

Points

íbúar ættu kannski að taka upp vídeó sem sannar hraðann og kunnugir bera kennsl á þá ... á síma þegar þeir aka of hratt hjá þeir koma oft fljótt aftur tilbaka eða aðrir á eftir þá tími til að undirbúa upptöku og birta það á td fb íbúasíðan betra breiðholt eða senda á lögreglu ættu þeir að setja sjálfir hindranir á stíga þá hvað tvö vörubretti svo þurfi að taka sveig sem hægir á ferð en væri eld og slysahætta kannski vegna þrengsla og mishæðar,

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Á stígnum milli Seljahverfis og Kópavogs er stanslaus straumur vespa á sumrin. Þar keyra börn niður brekkuna á mjög miklum hraða. Ekki hægt að ganga þar með ung börn þar sem stígurinn er skrikkjóttur og tré koma í veg fyrir að þær sjáist almennilega.

Maður er dauðhræddur við að hleypa börnum út að leika í hverfinu á sumrin vegna mikillar vespuumferðar á svæðinu, auk þess sem það er óttalega þreytandi að vakna við hávaðann í þessum græjum á kvöldin og nóttunni.

Ég bý á horni íbúðahúss hjá Eddufelli við göngustíginn og það er alveg ÓÞOLANDI hvað það fara margar vespur þennan stíg hvern dag. Það verður að herða reglurnar á þessum vespum á þessu svæði!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information