Grenndarstöðin á Klambratúni (endurvinnslugámarnir) eru nokkuð mikið notuð og gjarnan rusl í kringum stöðina, ruslið dreifist svo um Klambratúnið. Til að bæta úr þessu mætti setja upp umgjörð (t.d. lága veggi) á milli gámanna og túnsins til að halda ruslinu á sama stað.
Þetta þarf að gera þar sem endurvinnslugámar eru til staðar, t.d. í botni Eskihlíðar. Umgengni er til skammar og svo er aldrei þrifið í kringum gámana. Það er frábært að hafa gáma í túnfætinum en það verður að sinna hlutunum og, að því er virðist, fræða betur um umgengni og notkun!
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Sammála þessu verkefni. Einnig mætti bæta í og koma upp stöðum innan borgarinnar þar sem leyfilegt væri að skilja eftir stærra rusl t.d. eldhúsinnréttingar sem hafa sannarlega verið skildar eftir á þessum stöðum. Það er kannski þörf á þannig stað fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að bíl eða getur fengið sendibíl í Sorpu. Miðað við umgengni við grenndarstöð í Bólstaðarhlíð þá finnst mér þetta vera umhugsunarefni. Að gera fólki auðveldara fyrir. Kannski líta til Dk varðandi þessi mál?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation