Stór vandi í Rauðavatni er súrefnisleysi eða stöðnun vatns og líka hve grunnt það er og hefur fiskur ekki lifað í vatninu þessvegna og þá sækja fuglar það minna vegna alls þessa. Lífrikið er ekki mjög fjölbreytt. Hægt er að efla vatnið á ýmsa vegu. Nr 1 að gera fallegan undin læk og skurð rör eða brú undir veginn úr Hólmsá sem liggur i 87 m hæð niður i Rauðavatn sem er í um 83 m hæð yfir sjó og þvi töluver neðar... hugsanlega hefur vatn flætt úr Hólmsá i Rauðavatn fyrr á tímum og lífgað vatnið. Þá væri og magnað ef hægt væri að gera tengilæk áframm frá Rauðavatni með læk og eða göngum að hluta niður i útivistar dalinn hér fyrir neðan morgunblaðið... sem væri skref 2 eftir að Rauðavatn hefur fengið meira vatnsmagn. Þá má gera eyju í vatnið eða eyjur með grænum lundum og fleiri en listrænni bekki og áningastaði umhverfis vatnið og!!! hjólaatig við hlið reiðstigarins og kannski ljós... gosbrunnur mundi og efla hreinsigetu vatnsins og súrefnisinntak. Leið fyrir lækinn úr Hólmsá með vatns magn stýringu er fyrsta versið til þess að lífga vatnið. Og fagurfræðileg aðgerð sem ég er til með að taka þátt í. Umhverfislistasýningu mætti endurtaka hér á nokkra ára fresti. Fín sú sem var og er hér enn að hluta.
Rökin eru kominn að mestu... til að lifga vatnið og fegra og skapa betri aðstöðu fyrir allt líf hér við austur inngang borgarinnar og nottlega meiri útivist og stemningar i hverfinu um vatnið. Þegar vatið er orðið betra má svo gera sauna við vatnið sem ekki er viðlit núna þvi enginn vill baða sig i þessu oft fúla í þurkum og mengaða vatni.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation