Sett verði upp þurrgufa í Laugardalslaug. Hér á árum áður var þurrgufa í kjallara Laugardalslaugar. Henni var því miður lokað. Það eru kynjaskiptar þurrgufur í Vesturbæjarlaug sem eru reglulega notaðar af gestum og njóta mikilla vinsælda. Þurrgufa (Sauna) hefur margvísleg og góð áhrif á heilsu umfram hefðbundnar blautgufur. Þannig sýndi rannsókn sem gerð var í Finnlandi á um 5000 einstaklingum að regluleg böð í heitri þurrgufu (80 gráður) dró verulega úr líkum á hjartasjúkdómum og minnkaði líkur á alszheimer og elliglöpum. Eins lækka regluleg þurrgufu böð blóðþrýsing og draga úr bólgum auk fleiri jákvæðra áhrifa. sjá hér http://time.com/5096264/sauna-health-benefits/
http://time.com/5096264/sauna-health-benefits/
Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Alvöru Sauna í Laugardalslaug“.
Frábær hugmyn
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation