Þörf er á að mynda heilstæða og varanlega stefnu fyrir Laugardalinn með það í huga hverskonar starfssemi og uppbygging sé í dalnum, í samvinnu og samráði með íbúum, skólum, íþróttafélögum og öðrum sem í dalnum eru. Markmiðið ætti að stuðla að heilsusamlegu, vistvænu og fjölskylduvænu svæði sem allir Reykvíkinga eiga aðgengi að. Of mörg “græn svæði” eru lokuð almenningi í dalnum og þörf er á úrbótum á óskilgreindum svæðum í dalnum sem gætu nýst almenningi
Dalurinn á að vera útivistarsvæði sem íbúar geta notað
Löngu tímabært að heilstæða og varanlega stefnu og skipulag að gera Laugardalinn allan að útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga
Það hlýtur að teljast lýðræðislegt að við íbúarnir getum haft áhrif á nýtingu Þeirrar útivistarperlu sem Laugardalurinn er. Í gegnum áratugina hefur verið mikil samstaða íbúanna að halda dalnum fyrir útivist og hefur sem betur fer tekist að hrinda tillögum um nýtingu undir aðra starfsemi, en borgaryfirvöld hafa verið óspör á tillögurnar. Komum þessu nú endanlega í þann farveg sem við viljum.
Sannarlega tími til kominn, það eru margir með áætlanir um að nýta dalinn og það þarf að skoða þau mál öll vandlega, hvort sem það eru íþróttahús, leikvangar eða önnur byggð.
Það hefur aldrei komið eins sterkt fram og nú í þessu COVID ári, hversu mikilvægt það er fyrir íbúa Reykjavíkur að hafa aðgengi að Laugardalnum, og geta nýtt sér hann til hverskonar útivistar, og náð þannig bæði andlegum og líkamlegum styrk til þess að halda áfram inn í óráðna og erfiða tíma. Það hlýtur að teljast lýðræðislegt að við íbúarnir getum haft áhrif á nýtingu Þeirrar útivistarperlu sem Laugardalurinn er. Komum þessu nú endanlega í þann farveg sem meirihluta íbúa Reykjavíkur vill.
Tímabært að skilgreina Laugardalinn sem Útivistar og íþróttasvæði að öllu leyti. Hætta að leyfa umsóknir um annars konar notkun
Sammála að vernda græn svæði og þá vil ég helst láta passa upp á túnið við hliðina á Glæsibæ á horninu við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Það eru margir sem ásælast það undir einhver stórhýsi. En ímyndið ykkur ef það væri hægt að gera það að ókeypis útiparadís fyrir fjölskyldur með gróðurbeltum, leiksvæðum og bekkjum.
Fyrirhuguð 5 smáhýsabyggð á 3 mismunandi stöðum í Laugardal, samtals 15 smáhýsi mun breyta notkun hans til framtíðar. Samansöfnun fólks í neyslu er "gettó" myndandi með margfeldisáhrifum, eins og dæmi sýna frá 4 smáhýsum á 3 mismunandi stöðum á Fiskislóð á Granda.
Það á að halda Laugardalnum sem útivistsvæði en ekki fyrir íbúðir og byggingar. Þetta flotta og stóra svæði við suðurlandsbraut yrði t.d tilvalið til þess nota fyrir íþróttasvæði, leikvöll, kaffihús og fleira.
Löngu tímabært verkefni þar sem ramma þarf inn Laugardalinn í eitt skipti fyrir öll. Algjörlega óþolandi að á 5 til 10 ára fresti, eða nánat á hverju kjörtímabili, koma nýjar hugmyndir um byggð á þessum óskilgreindu svæðum sem íbúar þurfa ítrekað að benda á að þeir vilja hafa þetta sem útivistarsvæði. Það er komin tími til að klára !!!!!
Vonandi verður þessi tillaga samþykkt :) Það væri hægt að stækka græna svæðið í Laugardal með því að fækka bílastæðum og fjölga trjám. Svæðið við Suðurlandsbraut á að vera náttúra en ekki þróunarsvæði fyrir byggingar. Það á líka að friða öll grænu svæðin í borginni og ekki hægt að taka úr þeim gróður eða byggja á þeim bara með breytingu á deiliskipulagi, slíkar skerðingar ættu að fara í gegnum stífara ferli og greiningu og samráð en deiliskipulag. Takk!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation