Hvað viltu láta gera? Hagatorg verði breytt í garð sem nær einnig yfir göturnar sem skila að Hagaskóla, Hagaborg og Melaskóla (þ.e. hluta af Fornhaga og Neshaga). Garðurinn yrði skipulagður þannig að hann yrði hluti af leik- og námsrými barna í þessum þremur skólum, auk þess að vera garður eða samkomusvæði fyrir Vesturbæ. Þarna mætti búa til útisvið, jafnvel koma hlutum þannig fyrir að á miðjum reitnum væri skyggt á götuljós og ljós frá Hótel Sögu sem aftur gerði svæðið að góðum stað til að skoða norðurljós og stjörnur. Með þessu skapaðist auk þess rými til að byggja við Melaskóla (lengja gömlu bygginguna í átt að Neshaga og leysa þannig húsnæðisvanda skólans og laga aðgengi að byggingunni). Einnig myndi skapast rými til að byggja við Hagaskóla og nemendur þar fengju útisvæði sem er nánast ekkert sem stendur. Umferð sem nú fer um hringtorgið og vestur Neshaga gæti annað hvort farið vestur Hagamel eða farið um Hagamel vestur á Furumel en beygja þar til suðurs og halda áfram eftir Neshaga vestur á Hofsvallagötu. Umferð færi svo líka framhjá Hótel Sögu og niður Dunhaga eins og hún er í dag. Fyrir nokkrum árum setti arkítektinn Hilmar Þór Björnsson fram tillögu um að breyta Hagatorgi í garð (sjá mynd). Sú hugmynd sem hér er sett fram byggir á þerri tillögu að hluta. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi aðgerð yrði ekkert minna en bylting fyrir nemendur í skólunum þremur og myndi gjörbreyta allri aðstöðu fyrir börn í Vesturbæ sunnan Hringbrautar. Hægt yrði að auka útikennslu til muna og bæta aðstöðu til margvíslegrar hreyfingar í skólanum, sem ekki er vanþörf á. Garður á þessum stað yrði kjörin staður til að halda margvíslega viðburði, t.d. gæti hann gegn lykilhlutverki á Menningarnótt, enda yrði þarna nóg rými til að koma upp útisviði (sem myndi auðvitað nýtast skólunum vel). Garður sem þessi myndi auk þess gera Vesturbæinn sunnan Hringbrautar mun fjölskylduvænni stað. Loks myndi sameiginlegt rými skólanna þriggja eins og hér er lagt til skapa margvísleg tækifæri til samvinnu og samstarfs.
Virkilega áhugaverð hugmynd. Svæðið myndi einmitt skapa tækifæri fyrir viðburði Menningarnætur, uppskeruhátíðir skólanna og sem aðra menningar- og listaviðburði, jafnvel viðburða og starfsemi í Háskólabíói.
Koma upp höggmyndagarði á Hagatorgi með gróðri og fallegum göngustígum. Jafnvel höggmyndagarði þar sem listamönnumm væri boðið að sína verk sín tímabundið, hugsanlega sölusýning?
Grænt svæði sem nýtist illa í núverandi mynd- en með breytingu gæti nýst ungmennum og íbúum betur
Grænsvæði draga að ser yndislega skemmtilega menningu og listir asamt þvi að hjalpa folki að slaka a og njota andataksins.
Frábær hugmynd
Frábær hugmynd, græn svæði efla bæði andlega og líkamlega líðan.
Frábær hugmynd!
Virkilega flott! Græn svæði auka leik barna úti sem eflir vinskap, heilbrigði og fyrirbyggir einelti og áhættuhegðun.
Góð hugmynd og þörf framkvæmd. Grænt svæði á milli skólanna eykur öryggi gangandi og býður skólunum upp á möguleika á stækkun sem mikil þörf er á nú þegar.
Frábær tillaga. Einmitt það sem þarf til auka tækifæri til útikennslu og leik fyrir þrjá skóla auk þess að gera Vesturbæinn ennþá betri
Frábær og falleg hugmynd. Vona að hún verði að veruleika! Þá verður kannski litla brandara svæðinu bakvið Vesturbæjarlaug breytt í mann- og hundsæmandi hundagerði svo allir geti notið sín og VSB fari úr 99% bestur í 100%! 🙌🏽
grænt í borg og með börnum. Já TAKK
Varðveitum og búum til fleiri græna reiti. Alltof mikið af malbiki í 101 og 107.
Hér mætti setja brettahúsið sem er önnur hugmynd í þessari hugmyndasamkeppni.
Frábært hugmynd! Styð þetta heils hugar enda finnst mér kominn tími til að fá fleiri græn og nytsamleg svæði fyrir börn og fjölskyldufólk Vesturbæjar.
Þetta er með betri hugmyndum. Svæðið hefur alla tíð verið nánast fullkomnlega ónýtt.
Svo það sé á hreinu þá felsast í þessari hugmynd engar fyrirætlanir eða kvaðir um breytingar á húsnæði Melaskóla. Slík vinna fer allt aðrar boðleiðir. Það er heldur ekki verið að kjósa um teikningu Hilmars Þórs, þó góð sé, heldur hvort breyta eigi Hagatorgi í garð og tengja lóðir skólanna þriggja á svæðinu.
Loksins stórt grænt svæði sem nýst gæti skólum og almenningi og tengt við hringtorgið sem lítið sem ekkert nýtist í dag.
Marktæk tengsl eru milli trjágróðurs og góðrar andlegrar heilsu og vellíðunar mannanna - frábær hugmynd sem ætti að komast í framkvæmd sem fyrst - minna koltvíoxíð - meiri gleði!
Stórfin hugmynd
Mæli eindregið með þessar hugmynd. Þessi framkvæmd hún er heilsusamleg bæði fyrir samfélagið (vettvangur til að hittast, leika og njót) og fyrir mannfólkið því að græn svæði er okkur lífsnauðsyn.
Skemmtileg hugmynd svo lengi sem umferðarálagið á Hringbraut (Vesturbæjarskóli) og Ægissíðu verði leyst.
Kæri hugmyndahöfundur, Til hamingju hugmyndin þín hlaut kosningu í Hverfið mitt 2021. Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022, niðurstöður kosninga má sjá á www.Hverfidmitt.is. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is/. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Þetta er með betri umbótarhugmyndum sem ég hef séð hér. Meira grænt, meira gott.
Leiksvæði og lunga fyrir umhverfið. Umferðin á að finna sér annan farveg.
Skapar samfellt göngusvæði fyrir leikskóla og tvo skóla sem eru mjög aðþrengdir með pláss. Borðleggjandi framkvæmd!
Mjög góð nýting á annars ónýttu svæði. Eflaust mætti svo halda einhverjum einkennum gamla Hagatorgs til minningar.
Frábær hugmynd, jafnvel bara út af því að Seltirningar myndu froðufella yfir því að þarna væri vegið að rétti þeirra til að bruna of hratt gegnum skólahverfi á heimleiðinni ef svo illa vildi til að umferð um Hringbraut væri eitthvað pínu ógreið.
Frábær hugmynd. Meira grænt í hverfið takk fyrir.
Frábær hugmynd. Skólabörn í nágrenninu munu njóta góðs af fallegu grænu svæði auk þess sem hótelgestir myndu setja svip á svæðið. Það væri virkilega gaman að fá almennigsgarð í Vesturbæinn
Frábær hugmynd!
Góð hugmynd
Frábær hugmynd!
Ítreka við hundaeigendur að þetta svæði og lóðin við Vesturbæjarlaugina eru einu möguleikarnir fyrir almenningsgarð í Vesturbænum. Ef Hagatorg verður ekki nýtt, eru litlar líkur á því að hundagerði fái forgang gagnvart fólki við Vbl.
Styð þessa hugmynd heilshugar enda vantar fleiri stærri græn svæði í 107!
Frábær hugmynd - auka þetta græna
Frábær humynd
Frábær hugmynd! Þyrfti bara að tryggja að ekki yrði reistar þar blokkir eða aðrar hábyggingar
Þetta er algjörlega frábær hugmynd. Gefur góð tækifæri fyrir Melaskóla til að bæta sín húsnæðismál sem og að stækka og bæta skólalóð Melaskóla, Hagaskóla. Svo maður tali nú ekki um að búa til frábært útivistarsvæði fyrir íbúa í vesturbænum ogaðra Reykvíkinga. Þetta drægi úr umferð í kringum skólana og umferðarhraða í hverfinu. Meira grænt :)
Dýrka þessa pælingu. Í gang með þetta.
Hafa ber í huga: Raunveruleikinn er sá að umferðarteppa skapast kringum skólana (Hagamel, Neshaga og Fornhaga) á þeim tímum sem skólarnir eru að hefja störf á morgnanna. Meðan foreldrar velja að skutla börnunum sínum í skólann í þeim mæli sem nú er gert munu teppast þær æðar sem nota þarf um hverfið á þessum tíma, þ.e. Dunhagi, Hjarðarhagi, Melhagi, Neshagi, Furumelur, Birkimelur o.fl. Þessi aðgerð mun því hafa víðtæk áhrif á þá sem fara til vinnu milli 8 og 9. Huga þarf að lausn á því samhliða.
Í fréttum RUV var sagt frá því að náttúruleg leiksvæði bæti ónæmiskerfið. Að breyta umferðarmannvirki sem aðskilur þrjá skóla í stórt gænt athafnasvæði fyrir börn og fjölskyldur, bætir heilsu fólks í Vesturbænum: https://www.ruv.is/frett/2020/11/06/natturuleg-leiksvaedi-baeta-onaemiskerfid
Tek fram að ég er hvorki með eða á móti þessari hugmynd en vil benda á að það er til teikning eftir arkitekt gamla Melaskóla sem gerir ráð fyrir viðbyggingu sem tengist í gengum "kringluna" og í austur í átt að Hagatorgi. Það var mikil synd þegar valið var að byggja við skólann við Furumel og þrengja þar að leiksvæði barna og að allri byggð við Melana með byggingu sem ekki er í stíl við fallegu gömlu bygginguna. Vona að betur takist til ef ráðist verður í frekari viðbyggingar við skólann.
Þó Vesturbærinn hafi sjávarsíðuna þá er lítið um raunverulega græn svæði í Vesturbænum, Hagatorg er stærðarinnar landflæmi, sem ætti auðvitað aldrei að fara undir byggingar, en mætti vel nýta sem almenningsgarð í samræmi við tillögur Hilmars Þórs. Melaskóli býr við agalegan húsnæðisskort. Skólinn, foreldrafélagið og aðrir hagsmunaaðilar hafa lengi barist fyrir því að byggt verði við skólann svo nemendum og kennurum standi mannsæmandi aðstaða til boða. Þegar af því verður, verður óhjákvæmilega
Ég styð þessa hugmynd. Einnig mætti hugsa að hafa listaverk Sigurjóns Ólafssonar sem þungamiðju. Því yrði aftur breytt í vatnslistaverk, nema með betrumbættri umgjörð og búið yrði um ræktun í gróðurhúsum og úti, góða íverustaði, göngustíga, gott aðgengi fyrir skólana og leikskólann til að nýta til útiveru og kennslu. Huga þarf að vali á gróðri og notkunarmöguleikum og etv leyfa umfer að líða um hringinn allan og girða garðinn af með fallegu stálhandriði og ævintýralegum inngönguleiðum.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þessi var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Nánari útfærsla á hugmynd verður aðlöguð til að passa að reglum verkefnisins og kosið verður um svipaða útfærslu og í Hverfið mitt 2019. Fyrsta áfanga var kosið um 2018 og hefur sá áfangi verið framkvæmdur. Næsti áfangi felur í sér framkvæmdir innan Hagatorgs, m.a. lagningu göngustíga, koma fyrir bekkjum, gróðursetning o.þ.h. Hugmynd í heild sinni fer einnig áfram sem ábending til Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation