Lýsa upp gangstíg meðfram ströndinni í Skerjafirði

Lýsa upp gangstíg meðfram ströndinni í Skerjafirði

Hvað viltu láta gera? Setja upp lýsingu fyrir gangstíginn sem liggur frá dælustöðinni sunnan flugbrautar, meðfram ströndinni að suðurgötu. Hvers vegna viltu láta gera það? Þeir sem stunda útivitst eins og göngu og hlaup þurfa að fara þarna um í myrkri stóran hluta ársins. Varasöm leið í myrkri þegar snjór/klaki er á stígnum.

Points

Sammala tillogu

Tek undir þetta og vil bæta við að með réttri hönnun þarf lýsing ekki að þýða ljósmengun fyrir íbúa svæðisins.

Ef þetta væri vegur fyrir bíla þá myndi enginn velta þessu fyrir sér og hann hefði verið upplýstur frá upphafi. Skiptir miklu máli fyrir öryggi þeirra sem vilja ferðast um á hjóli, hlaupandi eða gangandi.

Mun auka öryggi allra sem um stíginn fara, sérstaklega á veturna í myrkri og ísingu. Með góðri lýsingu mun fólk geta verið á ferð fyrr á morgnana og seinna á kvöldin allt árið um kring. Þetta mun einnig hvetja fleiri til útivistar á þessu svæði.

Þetta er afbragð tillaga og mjög góð tiltaga til að sætta sjónarmið, þ.e. að koma með fallega og daufa led-lýsingu. Skil ekki að nokkur geti verið á móti því að börn geti farið um þarna örugg og séu ekki að hrasa í myrkinu. Mér finnst líka að þetta passi svo vel við framtíð svæðisins og tenginguna við Kársnes og brúnna. Þetta er útivistarperla og framtíðin felst í útiveru og samveru. Takk fyrir tillöguna og vonandi kemur falleg lýsing svo allir verði glaðir.

Í alvöru aftur? Þessi tillaga hefur komið fram í nokkur ár. Þetta er einn af fáum stöðum í Reykjavík þar sem hægt er að njóta myrkurs, stjörnuhimins og norðurljósa án ljósmengunar. Þetta er göngustígur en EKKI hjólastígur. Það voru settir tugir milljóna í frábæran hjólastíg sem fer í gegnum hverfið sem er upplýstur og hann er hægt að nota. Please leyfum þessu að vera eins og það er. Það eru miklu mikilvægari mál sem má setja auranna í. Þetta mál jaðrar við einelti.

Geng mikið þarna og þegar það er komið myrkur líður mér illa að vera ein og lýsing mindi lafa það.

Ef það eykur öryggi, auðvitað!

Öryggisatriði í myrkri og hálku.

Til sð auka öryggi.

Nota þennan stíg mikið og gert í áraraðir og hann á að lýsa. Þetta er þjóðbraut gangandi fólks í borg og því ber setja þarna ljós. Heyrt af mörgu fólki sem finnst mjög óþægilegt að ganga þarna í svarta myrkri.

Mikið öryföggismál fyrir gangandi og hjolandi vegfarendur

Það eykur öryggi vegfarenda að lýsa upp stíginn.

Öryggismál. Taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni örfárra. Stutt að fara í Öskjuhlíð og sjá norðurljós og stjörnur ef maður er alveg í spreng

Það er einstakt að eiga þetta ólýsta náttúrusvæði í miðri borg og það eru lýstar leiðir rétt við sem hægt er að fara um vilji maður ljós. Fuglar koma og eiga náttstað þarna, m.a. frá tjörninni, hægt er að njóta stjönuhimins, glampa tungls á sjónum, norðurljósa og fá tengsl við náttúruna sem lýsing myndi skemma. Ef viljum lýsa okkur þarna leið eru höfuðljós einföld í notkun.

Ljósmengun stafar af lýsingunni. Myrkur er vanmetin auðlind. Margir aðrir göngustígar eru lýstir upp og fólk sem vill upplýst myrkur ætti að geta gengið eftir þeim en valið þennan í björtu eða notað vasa- eða höfuðljós.

Endilega ekki! Þetta er eitt af fáum svæðum í borginni sem er ekki ljósmengað. Ég skokka sjálf og það er bara sjálfsagt mál að hlaupa á broddum þegar það er hálka úti- og með höfuðljós þegar það er myrkur.

Ljósmengun hefur áhrif á dýraríkið, fólk og lífsgæði okkar allra. Myrkur er nauðsyn fyrir náttúruna og þau dýr sem búa í henni. Myrkur er einnig nauðsyn fyrir okkur. Allir sem vilja geta komið með vasaljós. En ef ljósastaurar verða settir þar, þá geta þeir sem vilja myrkur ekki komið með vasamyrkur.

Þegar göngustígar voru aðeins ætlaðir til frístundanota þá var lítil þörf á lýsingu. En með margföldun notkunar stíganna sem sangönguleiða fyrir fólk á leið í og úr vinnu og skóla er brýnt að bæta lýsingu á öllum slíkum leiðum. Það á við um þennan stíg. Sjálfur hef ég séð óhöpp þarna vegna myrkurs og oft legið við slíku. Lýsing er öryggismál. Öryggismál eru forgangsmál.

Þetta er alfaraleið fyrir bæði hjólreiða og gangandi vegfarendur úr og í vinnu. Þetta er ekki örugg leið fyrr en hún verður lýst upp.

Alveg jafn vitlaus hugmynd og í fyrra. Gott að fá frí frá ljósmenguninni.

Að njóta norðurljósa, stjörnudýrðar og tunglskins er einstök upplifun. Náttmyrkrið er auðlind sem borgarbúar fá ekki of mikið af, raflýsing og ljósmengun kemur í veg fyrir það. Verndum kvöld útsýnið af stígnum. Örstutt er í hjólastíg og gangstéttir þar sem lýsing er góð.

Það er einfalt að skokka meðfram hjólastígnum, framhjá þessu ólýsta svæði. Reiðhjól eiga ekki að vera á þessum hluta göngustígsins. Myrkur getur verið dásamlegt, og við þurfum ekki að lýsa allt upp. Vasaljós er líka tiltölulega einfalt tæki.

Þessi tillaga um ljós á göngustíginn er árlegur vírus sem er ótrúlegt að þurfi að kjósa endalaust burt, með rökfærslum, skrifum og leiðindum. Allt er jafngilt og áður, fólki sem vill ferðast um upplýstar stéttir og sjá ekki einstakt umhverfið er velkomið að gera svo 50 metrum innar. Kostar ekkert!

Fáránleg hugmynd! Þetta er eini staðurinn í Vesturbæ þar sem hægt er að rölta í myrkrinu og sjá stjörnubjartan himininn með norðurljósa dýrð!

Ljósmengun og ekki hægt að sjá norðurljós og stjörnur nema að sé myrkur.

Ég vil alls ekki sjá ljós við stíginn! Mjög fá borgarsvæði eru laus við ljósmengun. Má ekki eitthvað ennþá verið osnortið? Fjaran er mikilvægur suðupottur alls konar lífs í borginni. Fleira en bara mannfólk fer þar um - hvað með td. áhrif á fuglalíf? Ef öryggi eru helstu rök með þessu, myndi ég halda að hraðatakmarkanir reiðhjóla- og hlaupahjóla væri gott fyrsta skref. Ósnortin náttúra eru ótrúleg lífsgæði og einn helsti kostur þess að búa í Skerjafirði - ekki taka burtu þessi lífsgæði!

Fyrir marga hefur þetta meira gildi en bara sem gönguleið eða enn önnur umferðaræð - þetta er útsýnis-, náttúru- og útivistarsvæði. Að hugsa um svæði eingöngu út frá notkunargildi en ekki fagurfræðilegum gildum og náttúruverndarsjónarmiðum eru mistök að mínu mati.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Vesturbæjar á þriðjudaginn næstkomandi þann 30. mars milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/446160169797749. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Algjörlega á móti þessu, það þarf ekki að lýsa upp allt endalaust!

Einfaldlega öryggismál.

Það er hægt að koma smá "leiðarljósi" þarna fyrir fólkið í myrkrinu án þess að ljósmenga. Þetta er bara öryggisatriði.

Alls ekki. Ljósmengun

Þetta er jafn vond hugmynd og í fyrra. Það er yndislegt að geta farið með krakkana í vasaljósagönguferð og notið norðurljósanna þegar þau láta sjá sig. Ekkert mál fyrir fólk að velja upplýsta leið ef fólk vill það frekar t.d hjá hjólastígum þar sem er bæði hjólastígur og upplýst gangstétt eða í gegnum hverfin, fyrir utan alla þá möguleika sem fólk hefur á búnaði með ljósi.

Kæri hugmyndahöfundur Uppstilling kjörseðla fyrir kosningarnar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt fór fram á opnum fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Þín hugmynd var því miður ekki valin áfram og verður því ekki á kjörseðlinum að þessu sinni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má finna hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og ljóst að margar góðar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information