Stekkjaróló - gera hann að aðlagandi samverustað

Stekkjaróló - gera hann að aðlagandi samverustað

Hvað viltu láta gera? Í stekkjunum við Fremristekk er að finna róló sem gaman væri að gera að meira aðlagandi íverustað. Svæðið samanstendur af malavelli sem er lítið notaður og litlu leiksvæði sem er töluvert notað en þarf að lagfæra. . Það væri gaman að gera svæðið í heild sinni að skemmtilegum íverustað sem myndi taka utan um gesti og jafnvel innihalda eitthvað sem er ekki annars staðar, eins og til dæmis tæki sem henta fötluð eða eldri borgurum. Íbúar hittast reglulega á svæðinu sem er þó opið fyrir norðanátt og það vantar bekki, borð og setsvæði. Svæði sem þetta væri eru mun betur til þess fallin að auka vellíðan og lífsgæði íbúa. Til að gera útivist enn aðgengilegri og meira aðlaðandi . Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Þessi róló myndi nýtast mun betur ef hann fengið smá viðhald og snyrtingu. Þarf að laga malarvöllinn og koma í veg fyrir að hægt sé að keyra inn á hann.

Svæðið er orðið ansi hrörlegt! Kastalinn löngu orðinn úr sér genginn og svæðið þarfnast mjög aðhalds!

Malarvöllurinn mætti verða grasbali frekar. Þá með borðum og bekkjum á einum enda (nær leiktækjum) svo foreldrar geti setið með nesti a meðan börnin leika sér á grasinu í leik eða í leiktækjum.

Styð þetta 100% Það væri gaman að hafa smá meiri gróður þarna, lagfæra malarsvæðið sem er eitt drullusvað í rigningu, setja bekki og borð og jafnvel grillaðstöðu, uppfæra leiktækin (börn fá flísar úr kastalanum) og hlúa aðeins að þessu leiksvæði sem hefur verið vel notað áratugum saman.

Frábær og aðkallandi hugmynd. Margt þarna komið til ára sinna. Hér er upplagt tækifæri eins og Sigrún nefnir að koma út útigrillaðstöðu, bæta leiktæki og gera svæðið enn huggulegra en það er.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Breiðholts á fimmtudaginn næstkomandi þann 15. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/184485366578370/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Kæri hugmyndahöfundur Uppstilling kjörseðla fyrir kosningarnar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt fór fram á opnum fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Þín hugmynd var því miður ekki valin áfram og verður því ekki á kjörseðlinum að þessu sinni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má finna hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og ljóst að margar góðar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information