Finna þarf leið til að öll börn án tillits til efnahags foreldra geti lagt stund á tónlistarnám. Eins og staðan er nú geta aðeins þeir efnameiri leyft börnum sínum sem dæmi að læra á píanó. Í Reykjavík eru fjórar skólahljómsveitir en hverfin eru 10. Það myndi hjálpa mikið ef skólahljómsveit væri í öllum hverfum og að í þeim biðist börnum að læra á hljóðfæri stór og smá.
Þegar kemur að tónlistarnámi á ójöfnuður rætur sínar að rekja til bágs efnahags foreldra. Ef horft er til skólahljómsveita þá eru þær mikilvæg mótvægisaðgerð til að jafna tækifæri barna til tónlistarnáms. Nám í einkareknum tónlistarskóla er dýrt. Tónlistarskólinn á Klébergi, Kjalarnesi er eini tónlistarskólinn sem er alfarið rekinn af Reykjavíkurborg. Borgin er með þjónustusamninga við 17 einkarekna tónlistarskóla. Þeir njóta styrkja frá Reykjavíkurborg en setja sína eigin gjaldskrá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation